komin Febrúar..

 

Jæja .. ég biðst innilegar afsökunar á því að hafa ekki skrifað neitt í raun hérna inná..

 

En ég ætla að fara að herða mig í þessu og fara henda inn einhverju um mig svona að minnsta kosti 1 -2  í viku ;). 

Núna í dag eru kominir 5 mánuðir sem ég er búin að vera hérna úti !!!! Grin váááá.. að hugsa sér.. !!5 !!!!! þessir mánuðir eru búnir að vera ansi fljótir að líða. Líkt og þessi vika sem var að byrja, mér finnst eins og það hafi bara verið mánudagur í gær. 

 Um daginn fór ég í "parke leonardo" með vinkonum mínum úr bekknum. Jessicu, Kim og Eleonoru. Smile fórum bara svona upp á gamnið. Bara til að gera eitthvað saman. Ætluninn var að fara í bíó, og sjá kannski "yes-man" en eftir að hafa farið á Burger King þar sem að við fengum þessar flottu kórónur! enduðum við á þvi að labba um verlsunarmiðstöðina og finna kjól fyrir Eleonoru, til að vera í afmælinu hennar Denise á laugardaginn síðasta. 

 

Kórónur!!

 

Um morgunn tók ég reyndar myndavélina með mér í skólan og smellti af nokkrum myndum. Sem ég mun setja inn í mynda-albúmið Wink Myndirnar tók ég í íþrótta tímanum, þegar við löbbuðum niðueftir á íþróttavöllinn og þegar þangað var komið hrundu nokkrir dropar úr loftinu og kennarinn snéri okkur öllum við aftur upp í skóla ! því það voru nokkrir dropar "rigning" og þá gátum við ekki gert NEITT úti.. þessir kennarar eru ekkert smá spes og skrítnir.

 En við stelpurnar fórum strax eftir skóla og tókum lestina til "Parko leonardo" þetta er svona ca. 45 mín ferð í lest, við spiluðum bara á leiðinni og töluðum. Við skemmtum okkur alveg konunglega Grin og allan tíman var bara töluð ítalska auðvitað Wink haha... 

myndir_erla_043.jpg

já eftir burger king .. fórum við að labba um .. löbbuðum svo yfir í bíóið sem er í næsta húsi eiginlega eða svona 2 byggingar á milli og pubb. kíktum á hvaða myndir væru í boði og svo var þarna svona leikjasalur, hægt að fara í keilu, billjard, svona gerfi bíla og keyra. Og margt annað. Við stöldruðum við í leikjasalnum eftir að hafa labbað um í verslunarmiðstöðinni og fundið kjól fyrir Eleonoru. Við fórum í svona ökutæki.. og ég klessti óvart bílinn minn Whistling hahaha...  sem var reyndar bara fyndið, síðan fórum við í svona danshermi.. eða danstæki þar sem maður á að dansa með því að stiga á svona örvar sem eru til hægri, vinstri, fram eða aftur. Fer eftir því hvað skjárinn segir þér að stíga á. Mér gekk nú bara ágætlega í því LoL... 

 Eftir miklar spekúleringar.. ákáðum við að halda á heim. Svo kom upp í lestinni að Jessica og Eleonora þurftu að fara út úr lestinni 4 stoppu stöðvum á undan okkur Kim því að stætó var hættur að ganga frá Monterotondo um þetta leyti. Þær fóru sem sagt út á Termini, en ég og Kimia héldum áfram til monterotondo. Þar sem við kvöddumst svo og ég labbaði heim frá lestarstöðinni. Þetta er ekki nema 5 - 10 mín labb frá stöðinni og heim, mjög þægilegt. 

 

skrifa fljólega meira Gasp er orðin pínu sybbin Tounge

 

Bæ í bili .. Bestu kveðjur til allra sem nenntu að lesa GrinLoL haha.. 

Erla ....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.   Ákvað að kíkja hvort hér væri eitthvað, og viti menn, smá pistill.  Fínt að sjá og heyra af þér. 

Kveðja að heiman

Pabbi

Sighvatur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Loksins, gott að heyra frá þér sæta.

Kveðja

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 6.2.2009 kl. 20:52

3 identicon

Fimm mánuðir? Ertu viss um að það séu ekki komin fimm ár. Mér finnst óratími síðan þú fórst. Alltaf gaman að heyra frá þér elskan.

mamma

Mamma (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband